Job title: Húsasmiður
Starf: ISCO 08 (International Standard Classification of Occupation):
Lýsing á færni:
Smiður er þjálfaður starfsmaður sem vinnur með byggingarteymum til að búa til, breyta og laga viðargrind fyrir ýmis byggingarverkefni. Þeir nota hendur sínar og verkfæri til að hanna og setja upp varanlegar ramma! Til að verða smiður verður maður að ljúka bæði bóklegri og verklegri kennslu. Þar sem húsasmíði krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni, þarf að huga að hvoru tveggja, þegar slíkur starfsvettvangur er valinn.
Vinna smiðs felur í sér notkun timburs til að reisa og gera við byggingar og/eða annan timburvarning auk þess sem smiðir eru oft fengnir til að velja rétt efni fyrir tiltekið verk. Þeir eru ábyrgir fyrir að meta kostnað, skipuleggja fundi viðskiptavina og gera hönnunaráætlanir fyrir endurgerð verkefna. Smiðir geta starfað í margvíslegu umhverfi þar sem meðal annars þarf að safna mælingum, búa til áætlanir fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir, finna efni og heimsækja verksvæði.
Eins og fyrr segir sinna smiðir margvíslegum verkefnum, en sum þeirra eru meðal annars að setja upp viðarmannvirki, þar á meðal þakgrindur, þaksperrur, milliveggi, bjálka ásamt naglavinnu. Þeir hanna og setja upp innréttuð húsgögn, geymslur, skápa, gipsveggi og einangra. Þeir bæta við innréttingum, þar með talið hurðarhúnum, læsingum, lömum og lokunum. Einnig velja þeir timbur af réttri stærð, styrkt og stíl fyrir viðkomandi verk auk þess að finna timbur sem hentar fjárhagsáætlun og smekk viðskiptavinarins. Þeir áætla magn af festingum sem þarf fyrir hvert verkefni. Þeir hafa samskipti við viðskiptavini, birgja og aðra sérfræðinga í byggingariðnaði. Að lokum skulu þeir fylgja teikningum og stöðlum sem búnir eru til af öðrum byggingarsérfræðingum, arkitektum og finna má í ráðleggingum og byggingarreglum.
Starfsskilyrði:
Skapandi hæfileikar, smíðahæfileikar, samskiptahæfni, hæfni til handverks, grunnþekking í stærðfræði.
Í vinnuumhverfinu er fjölbreyttur búnaður til að takast á við vinnu, bæði úti og inni, sem gerir starfið fjölbreytt og líkamlega krefjandi.
Skilyrði til þátttöku:
− Aldur: ekkii yngri en 18 ára.
− Grunnþekking í stærðfræði.
− Grunnþekking í vélrænni færni.
− Grunnþekkiing í tölvufærni.
− Vilji til símenntunar og starfsþróunar.
− Kunnátta í að lesa í teikningar og byggingaráætlanir.






