Lýsing á færni:
Rafvirkjar bera ábyrgð á:
● Uppsetningu rafkerfa í byggingum, þar með talið raflögnum, rofum, innstungum og öðrum raftækjum. Þeir vinna með teikningar og leiðbeiningar til að tryggja að allar uppsetningar séu gerðar á réttan og öruggan hátt.
● Viðhaldi rafkerfa og búnaðar. Þeir framkvæma reglulega viðhaldsvinnu til að tryggja að allt virki sem skyldi og að engin vandamál komi upp. Þeir bera kennsl á hugsanleg vandamál og gera við eða skipta um gallaða hluta.
Ef um er að ræða bilun í rafkerfi eða búnaði eru rafvirkjar kallaðir til til að greina og laga vandamálið með því að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir.
Þeir vinna alltaf samkæmt viðeigandi öryggisreglum og stöðlum. Þeir prófa og sannreyna rafkerfi og búnað til að tryggja að allt sé öruggt og að það sé engin hætta á ferðum gagnvart fólki eða eignum.
Rafvirkjar veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf um val og uppseteningu raftækja og kerfa. Þeir mæla með bestu valkostum miðað við kröfur og fjárhagsáætlun viðskiptavina sinna og veita leiðbeiningar um rétta notkun og viðhald rafkerfa og tækja.
Starfsskilyrði í Austurríki:
● Ráðast af ýmsum þáttum eins og vinnuveitanda, tegund vinnu og vinnuumhverfi
● Vinnutími: Venjulega telur vinnuvikan 38.5 tíma á viku. Vinnutími getur verið mismunandi eftir vinnuveitanda og vinnuumhverfi. Í sumum tilfellum gætu rafvirkjar þurft að vinna yfirvinnu.
● Vinnuumhverfi: Byggingar eins og íbúðarhús, skrifstofur, verksmiðjur og opinber aðstaða, svo sem eins og skólar eða sjúkrahús. Sumir rafvirkjar vinna einnig utandyra, svo sem við uppsetningu raflína eða götulýsingu.
● Öryggi: Rafvirkjar vinna með rafmagn sem getur verið hættulegt. Þess vegna verða þeir að uppfylla viðeigandi öryggisreglur og staðla til að forðast slys. Þetta krefst þess að rafvirkjar þurfa að vera með hlífðarbúnað eins og hjálma, öryggisskó og hanska.
● Menntun: Ákveðinna menntunargráða er krafist til að geta starfað sem rafvirki. Þar á meðal er starfsnám eða menntun við verkmenntaskóla. Einnig er möguleika á að taka meistarapróf til að geta starfað í ábyrgðarmeiri stöðum.
● Þóknun: Þóknun fer eftir ýmsum þáttum, svo sem reynslu, hæfni og vinnuveitanda. Starfskjör eru yfirleitt byggð á kjarasamningi sem gildir
um raf- og rafeindaiðnað.
Skilyrði til þátttöku:
● Lágmarksaldur 15 ára ásamt tilheyrandi hæfni
● Þekking á rafmagnsverkfræði og uppsetningu
● Þekking á viðeigandi öryggisreglum og stöðlum
● Hæfni og geta til vandlegrar nákvæmnisvinnu
● Hæfni til að setja upp og viðhalda flóknum rafkerfum og búnaði
● Hæfni til að greina vandamál og finna lausnir
● Rökhugsun og hæfileikar til að leysa vandamál í skapandi aðstæðum
● Hæfni til að sigrast á áskorunum
● Góð samskiptahæfni í hópvinnu
● Sveigjanleiki, hraði og aðlögunarhæfni í síbreytilegum aðstæðum
● Þjónustulund við viðskiptavini






