Lýsing á færni:
Færni snýr að því að sauma saman, gera við og endurhanna flíkur og textílefni, skinn, hanska, leður og annað efni. Aðallega er unnið í höndunum með því að nota nálar og þræði, en sum verkefni eru unnin á saumavélar.
Þátttakendur í ASSETS verkefninu fá poka af notuðum fötum sem hefur verið gefinn til Hjálpræðishersins. Fötin eru flokkuð eftir því hvort þau eru heil, að hluta til heil eða verulega skemmd. Flíkur, sem flokkast heilar, fara beint í sölu í verslun Hjálpræðishersins, HERTEX. Flíkur, sem eru að hluta til heilar, eru flokkaðar eftir efnisgerð þeirra og þykkt. Góðir og heillegir hlutar flíkanna eru klipptir frá og geymdir. Það textílefni er ýmist nýtt til þess að sauma púðaver eða kímónó og eru efnisbútarnir þá saumaðir saman. Merkimiðarnir, sem sýna uppruna textílsins og efnisgerðina, eru saumaðir aftur inn í nýja vöru. Varan er seld í HERTEX versluninni þegar hún er tilbúin.
Starfsskilyrði:
Þekkingin og hæfnin snýr að hæfni og viðhorfi til saumaskaps, sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins.
Í þessu vinnuumhverfi er átt við saumaskap og textílvinnu.
Skilyrði til þátttöku:
Aldur: Eldri en 18 ára.
Grunnþekking á hringrásarhagkerfinu.
Grunnþekking á saumaskap.
Hvatning og áhugi til atvinnuþátttöku.






